Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Keppni lokið í stórsvigi

19.02.2014

Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson hafa nú lokið keppni í stórsvigi karla í Sochi.  Þeir voru í 63. og 65. sæti eftir fyrri ferðina, af þeim 79 keppendum sem komust niður. Einar Kristinn fór brautina á samtals 3:06,55 mínútum og hafnaði í 56. sæti. Hann var 20,16 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Ted Ligety.  Brynjar Jökull fór brautina á samtals 3:09,61 mínútum og hafnaði í 59. sæti. Hann var 24,32 sekúndum á eftir Ligety.  Sjö keppendur kláruðu ekki seinni ferðina og því voru það 72 af 109 sem luku keppni í stórsviginu.

Aðstæður í fjallinu í dag voru frábærar, fallegt veður og gott skyggni. Nú eiga íslensku keppendurnir aðeins eftir að keppa í svigi. Helga María og Erla keppa 21. febrúar og Einar Kristinn og Brynjar Jökull keppa 22. febrúar.  Það verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur í sviginu en það er yfirleitt aðal keppnisgrein Íslendinga.