Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Keppni í stórsvigi kvenna lokið

18.02.2014

Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir hafa nýlokið keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Sochi.  Helga María lenti í 46. sæti og Erla í 52. sæti. 

Helga María, sem var í 51. sæti eftir fyrri ferðina, fór seinni ferðina á 1:25,52 mínútu og var samtals á 2:51,91 mínútum.   Hún varð samtals 15,04 sekúndum á eftir Tinu Maze frá Slóveníu, sem sigraði stórsvigskeppnina. Erla kom í mark á samtals 3:01,66 mínútum og hafnaði eins og fyrr segir í 52. sæti. Erla og Helga María munu báðar keppa í svigi á leikunum á föstudaginn en svig er einmitt aðalgrein Erlu.

Alls hófu 90 keppendur keppni í stórsviginu og náðu 67 af þeim að klára báðar ferðir.