Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Sævar keppti í sprettgöngu

11.02.2014Í dag keppti Sævar Birgisson í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi og var þar með fyrstur af íslensku keppendunum fimm til að keppa á leikunum.
Sævar kom í mark á 3.59,50 mínútum og endaði í 72. sæti af 86 keppendum sem hófu keppni.  Sá árangur nægði honum ekki til að komast áfram í úrslit.
Allur íslenski hópurinn mætti á keppnisstað til að hvetja Sævar áfram, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.