Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Jón Finnbogason sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

06.02.2014

Jón Finnbogason fyrrverandi formaður Fimleikafélagsins Gerplu var í gær sæmdur Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.  Það var Gunnar Bragason sem afhenti Jóni heiðursviðurkenninguna á uppskeruhátíð Gerplu sem fram fór í aðstöðu félagsins að Versölum 3 í Kópavogi.  Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri, Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ og Jón Finnbogason, sem hlaut einnig viðurkenningu frá Gerplu við þetta tækifæri.