Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
17

Sochi 2014 – Sævar verður fánaberi

05.02.2014Sævar Birgisson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXII Vetrarólympíuleikana sem fram fer að kvöldi 7. febrúar nk.

Tuttugu ár eru liðin síðan Ísland átti síðast keppanda í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikum en í Lillehammer 1994 kepptu þeir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson.  Enn lengra er síðan fánaberi íslenska hópsins var skíðagöngumaður en það var Einar Ólafsson sem keppti á leikunum 1988 í Calgary.