Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ólympíuhópurinn í Sochi

23.01.2014Nú fyrir stundu var tilkynnt hverjir verða þátttakendur Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Sochi 7.-23. febrúar næstkomandi. Það var gert í móttöku í sendiráði Rússlands í Reykjavík. Íslensku keppendurnir eru:

Einar Kristinn Kristgeirsson, alpagreinar karla – svig og stórsvig
Brynjar Jökull Guðmundsson, alpagreinar karla – svig og stórsvig
Helga María Vilhjálmsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig
María Guðmundsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig
Sævar Birgisson, skíðaganga karla – sprettganga og 15km ganga

Aðrir þátttakendur:

Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ
Aðstoðarfararstjóri: Einar Þór Bjarnason, formaður SKÍ
Flokksstjóri alpagreina og aðstoðarþjálfari: Egill Ingi Jónsson
Þjálfari alpagreina: Fjalar Úlfarsson
Flokksstjóri skíðagöngu og þjálfari: Birgir Gunnarsson
Sjúkraþjálfari: María Magnúsdóttir

Að auki mun Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ verða hópnum til halds og trausts á meðan á leikunum stendur.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ mun verða viðstaddur setningu leikanna og dvelja í Sochi í nokkra daga.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Andrey V. Tsyganov sendiherra Rússlands á Íslandi, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson. Helga María Vilhjálmsdóttir gat ekki verið viðstödd þar sem hún er erlendis við æfingar og keppni.