Snjólaug María Íþróttamaður USAH
06.01.2014
Skotíþróttakonan Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi var valin Íþróttamaður Ungmennasambands A-Húnvetninga 2013 nú um áramótin. Sjö tilnefningar bárust frá aðildarfélögum sambandsins og varð Snjólaug María hlutskörpust en hún varð bæði Íslandsmeistari og Bikarmeistari í leirdúfuskotfimi (Skeet) á síðasta keppnistímabili. Hún jafnaði einnig Íslandsmet kvenna í júní sl. og bætti það svo tvisvar síðar á árinu. Snjólaug vann kvennaflokkinn í sinni íþróttagrein á fimm mótum af þeim níu sem hún tók þátt í á síðasta keppnistímabili í skotíþróttum.
Á myndinni má sjá Snjólaugu Maríu með bikarinn sem hún hlaut í hópi annarra íþróttamanna USAH sem tilnefndir voru að þessu sinni.