Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Jóhann Björn Sigurbjörnsson Íþróttamaður UMSS

06.01.2014

Frjálsíþróttamaðurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson var valinn Íþróttamaður Ungmennasambands Skagafjarðar 2013 við hátíðlega athöfn í húsi Frítímans á Sauðárkróki 27. desember sl.  Jóhann Björn er aðeins 18 ára gamall en hefur þegar skipað sér í fremstu röð spretthlaupara hér á landi og keppti m.a. á Norðurlandameistaramóti í frjálsíþróttum 19 ára og yngri í sumar. Jóhann Björn setti á árinu 2013 héraðsmet í Skagafirði í 200m hlaupi karla innanhúss.