Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Gylfi Sigurðsson íþróttamaður ársins 2013 og Kristín Rós Hákonardóttir tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ

30.12.2013

Það var mikið um dýrðir í Gullhömrum í Grafarholti síðastliðið laugardagskvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var útnefndur íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna.  Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona var í öðru sæti og Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiksmaður var í þriðja sæti.  Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins verða aðgengilegar á heimasíðu samtaka íþróttafréttamanna www.sportpress.is

ÍSÍ veitti íþróttamönnum einstakra íþróttagreina viðurkenningar í kvöld en allar upplýsingar um þá verðlaunahafa verða aðgengilegar hér á heimasíðu ÍSÍ.

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ var Heiðurshöll ÍSÍ stofnuð þann 28. janúar 2012 og var Vilhjálmur Einarsson fyrstur tekinn þar inn.  Sjöundi íþróttamaðurinn var tekin inn í heiðurshöllina að þessu sinni en það var sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir sem varð þess heiðurs aðnjótandi.

Samtök íþróttafréttamanna veittu nú í annað sinn viðurkenningu til þjálfara ársins og var það Alfreð Gíslaskon sem hlaut þann heiður annað árið í röð.  Viðurkenning til liðs ársins fór að þessu sinni til karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu.

ÍSÍ óskar öllum verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju með viðurkenningar sínar.

Myndir með frétt