Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Haukur Örn Birgisson kjörinn nýr forseti GSÍ

26.11.2013

Ársþing Golfsambands Íslands var haldið laugardaginn 23. nóvember sl. í Laugardalshöll.  Jón Ásgeir Eyjólfsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti forseta og var nýr forseti kjörinn Haukur Örn Birgisson.  Aðrir í stjórn sambandsins voru kjörin Bergþóra Sigmundsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Bergsteinn Hjörleifsson, Eggert Ágúst Sverrisson og Gylfi Kristinsson.  Í varastjórn sitja Theódór Kristjánsson, Gunnar K. Gunnarsson og Jón Júlíus Karlsson.  Á þinginu var m.a. lögð fram framtíðarstefna Golfsambands Íslands til ársins 2020.  Stefnan er afrakstur stefnumótunarvinnu sem stóð yfir í um eitt ár.

Fulltrúar ÍSÍ á ársþinginu voru Hafsteinn Pálsson og Garðar Svansson, stjórnarmenn ÍSÍ.