Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Patrick Hickey áfram forseti EOC

25.11.2013

Ársþing EOC - Evrópusambands ólympíunefnda fór fram í Róm dagana 22.-23. nóvember sl.  Patrick Hickey var endurkjörinn forseti sambandsins, Janez Kocijancic sem varaforseti, Raffaele Pagnozzi sem framkvæmdastjóri og Kikis Lazarides sem gjaldkeri.  Aðrir í stjórn EOC voru kjörnir:  Hasan Arat frá Tyrklandi, Alejandro Blanco frá Spáni, Spyros Capralos frá Grikklandi, Frantisek Chmelar frá Slóvakíu, Lord Sebastian Coe frá Bretlandi, Alexander Kozlovsky frá Rússlandi, Andrzej Krasnicki frá Póllandi, Zlatko Matesa frá Króatíu, Niels Nygaard frá Danmörku, Marc Theisen frá Lúxemborg, Michael Vesper frá Þýskalandi og Efraim Zinger frá Ísrael.

Forseti, gjaldkeri og framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn.