Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Heimsráðstefna WADA

20.11.2013Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) stóð fyrir heimsráðstefnu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku dagana 12.-15. nóvember s.l. Síðastliðin tvö ár hefur endurskoðun Alþjóða lyfjareglnanna og staðla er þeim tengjast staðið yfir. Á ráðstefnunni í Jóhannesarborg var farið yfir lokadrög þessara skjala og að ráðstefnunni lokinni samþykkti framkvæmdastjórn WADA nýjar Alþjóðlegar lyfjareglur sem taka gildi þann 1. janúar 2015. Ráðstefnuna sóttu þau Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Skúli Skúlason formaður lyfaráðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson starfsmaður lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ. Ljóst er að uppfæra þarf lög og reglugerðir til samræmis við breyttar alþjóðareglur, þær breytingar verða gerðar á næsta ári og kynntar áður en að upptöku þeirra kemur.