Auglýst eftir umsóknum um styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ
18.11.2013Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður að frumkvæði Íslandsbanka í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim kleift að stunda íþrótt sína af krafti. Sjóðurinn hefur frá upphafi virkað sem hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari framförum og árangri í íþrótt sinni. Með fréttinni fylgir mynd frá síðustu úthlutun úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 6. desember. Nánari upplýsingar um sjóðinn og hvernig nálgast má umsóknareyðublað um styrk úr sjóðnum má finna hér.