Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

8. nóvember - Dagur gegn einelti

08.11.2013

Dagurinn í dag, 8. nóvember, er líkt og síðustu ár helgaður baráttunni gegn einelti.  Dagurinn er nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninun og hversu alvarlegt einelti er.  Í ár er sjónum beint að skólasamfélaginu og þá sérstaklega framhaldsskólum. 

ÍSÍ hefur nýlega gefið út bækling um eineltismál sem ber yfirskriftina „Aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun”. Bæklingurinn er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni. Í bæklingnum má m.a. finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningar og helstu birtingarmyndir eineltis.  Þar koma einnig fram hugmyndir að verklagsreglum íþróttafélags sem hægt er að grípa til ef einstaklingur verður fyrir einelti eða annarri óæskilegri hegðun.

ÍSÍ gaf einnig út veggspjald með slagorðinu „Ekki meir!” og vísar til þess að íþróttahreyfingin líður ekki einelti, sé það til staðar eða komi það upp er unnið að því að uppræta það.  Hægt er að nálgast bæklinginn og veggspjaldið á skrifstofu ÍSÍ.  Bæklinginn má einnig skoða með því að smella hér.

Stöndum öll saman gegn einelti!