Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Nýr bæklingur um eineltismál

23.10.2013

Út er kominn nýr bæklingur um eineltismál sem er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni. Um er að ræða aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og er bæklingurinn byggður á gögnum frá Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi og gefinn út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Í bæklingnum má meðal annars finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningar og helstu birtingamyndir eineltis. Þá koma einnig fram hugmyndir að verklagsreglum íþróttafélags sem hægt er að grípa til ef einstaklingur verður fyrir einelti eða annarri óæskilegri hegðun.

Samhliða útgáfu bæklingsins gaf ÍSÍ út veggspjald með slagorðinu EKKI MEIR! og vísar til þess að íþróttahreyfingin líður ekki einelti, sé það til staðar eða komi það upp sé unnið að því að uppræta það. Þetta er sama slagorðið og Æskulýðsvettvangurinn notar í sinni herferð gegn einelti. ÍSÍ ákvað að vera samstíga þeim enda eru allir að vinna með sömu börnin, þetta einfaldar málin og gerir þau bæði skýrari og afdráttarlausari. Hægt er að nálgast bæklinginn og veggspjaldið á skrifstofu ÍSÍ og þá er einnig hægt að skoða bæklinginn hér á heimasíðunni.