Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Úrslit Hjólum í skólann 2013

27.09.2013

Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er nú lokið. Alls tóku 17 framhaldsskólar þátt, um 50% allra framhaldsskóla, með 2.357 þátttakendur. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað.

Vinsælasti samgöngumátinn var strætó þar sem gengið var til og frá stoppistöð með um 45,3% ferða, hjólreiðar með 37,9%, ganga með 12,2%, strætó þar sem hjólað var til og frá stoppistöð 2,1%, hlaup 1,3%, línuskautar 0,7% og annað 0,5%.

Verðlaunaafhending fór fram í dag, föstudaginn 27. september, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veittar voru viðurkenningar fyrir felsta þátttökudaga til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki. Úrslit voru þessi:

0 – 399 nemendur og starfsmenn

Sæti

Skóli

Þátttökudagar

1. sæti

Menntaskólinn á Ísafirði

0,198

2. sæti

Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra

0,114

3. sæti

Menntaskólinn á Egilsstöðum

0,062

*Alls voru 4 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

400 – 999 nemendur og starfsmenn

Sæti

Skóli

Þátttökudagar

1. sæti

Kvennaskólinn í Reykjavík

0,193

2. sæti

Menntaskólinn í Reykjavík

0,174

3. sæti

Flensborgarskólinn

0,14

*Alls voru 4 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

1000 o.fl. nemendur og starfsmenn

Sæti

Skóli

Þátttökudagar

1. sæti

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

0,225

2. sæti

Menntaskólinn við Hamrahlíð

0,204

3. sæti

Tækniskólinn

0,186

*Alls voru 9 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum  þakka öllum nemendum og starfsmönnum framhaldsskólanna sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna þetta árið og vonumst til þess að sjá enn fleiri á næsta ári.