Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Vel sótt málþing um höfuðáverka í íþróttum

18.09.2013Um 70 manns sóttu málþing um höfuðáverka í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í gær í samstarfi við ÍSÍ. Þrír einstaklingar héldu fyrirlestra, þeir Jónas G. Halldórsson taugasálfræðingur, Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari og Gunnar Örn Jónsson íþróttafræðingur.  Að auki sögðu þau Guðrún Sóley Gunnarsdóttir fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og Jón Heiðar Gunnarsson handknattleiksmaður frá reynslu sinni af glímunni við eftirköst höfuðáverka í íþróttum. Alvarleiki þessara meiðsla getur verið mikill og er sjaldan of varlega farið. Mikilvægt er að halda þessari umræðu á lofti og auka vægi hennar í menntun þjálfara og sjúkraþjálfara keppnisliða.

Myndir með frétt