Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni

11.09.2013

Hvatningarátakið Hjólum í skólann hefst mánudaginn 16. september nk. Skráning í átakið stendur nú yfir inn á www.hjolumiskolann.is og verður hægt að skrá sig til leiks út alla næstu viku.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna. 

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema.

Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólum í skólann að sem flestir taki þátt og verkefnið verði til þess að nemendur og starfsfólk framhaldsskóla landsins nýti virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla.

Nánari upplýsingar um Hjólum í skólann veitir Kristín Lilja Friðriksdóttir, verkefnisstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á netfangið kristin@isi.is eða í síma 514-4000.