Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni

29.08.2013

Hjólum í skólann er nýtt verkefni á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ þar sem framhaldsskólar landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla.

Hjólum í skólann fer fram í fyrsta skipti dagana 16. - 20. september 2013 í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður á samgönguviku.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hafkvæmum samgöngumáta.

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið af frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og tók hann til starfa síðsumars 2012. Þessi samstarfshópur stóð að Hjóladeginum 18. september 2012 þar sem starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna voru hvattir til að hjóla í skólann þennan eina dag. Í tengslum við Hjóladaginn var myndakeppni þar sem framhaldsskólarnir voru hvattir til að senda inn mynd í tengslum við Hjóladaginn og var dómnefnd sem valdi bestu myndina. Framhaldsskólinn á Húsavík bar sigur úr bítum og fékk í verðlaun 50.000 krónur til að nýta til hjólaframkvæmda frá Embætti Landlæknis.

Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólum í skólann að sem flestir taki þátt og verkefnið verði til þess að nemendur og starfsfólk framhaldsskóla landsins nýti virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. 

Vefur Hjólum í skólann, www.hjolumiskolann.is, opnar í dag fimmtudaginn 29. ágúst kl. 14:00.