Velheppnaðri Ólympíuviku lýkur í dag
28.06.2013Mörg frístundaheimili og íþróttafélög hafa tekið þátt í Ólympíuvikunni sem lýkur í dag. Keilubrautir í eigu Keilusambandsins hafa verið mjög vinsælar og farið víða og fjöldi barna hafa fengið að spreyta sig í skylmingum. Óðinn Björn Þorsteinsson heimsótti frístundaheimili í Grafarvogi og spjallaði við krakkana og leyfði þeim að spreyta sig á kúluvarpi. Þá var A-landslið kvenna í knattspyrnu með opna æfingu og mættu um 70 krakkar, horfðu á æfinguna og fengu svo veggspjöld og eiginhandaáritanir frá stelpunum í lok æfingar. Fleiri fréttir og myndir er að finna á heimasíðu Ólympíuvikunnar, www.olympiuleikar.com.