Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Fyrsti dagur í ólympíuvikunni

24.06.2013

Þá er ólympíuvikan hafin og mörg sumarnámskeið eru með hreyfi- eða íþróttaviku í tengslum við ólympíudaginn. Sum námskeiðin ætla að fá íþróttamann eða konu í heimsókn og aðrir ætla að kíkja í Laugardalinn á kynningar í skylmingum eða hafnarbolta. Einnig er vinsælt að fá lánaðar keilubrautirnar á námskeiðin. Við hvetjum alla sem vilja vera með að hafa samband og kanna hvað er í boði. Það er ekki of seint að hoppa með og ein skemmtileg hugmynd er að vera með ólympíudag á lokadegi námskeiðsins nk. föstudag. Þá væri til dæmis hægt að skrá hópinn í heimsókn á æfingu hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem hefst kl: 10:00 á Valbjarnarvelli í Laugardal. Borða hádegismat. Athuga með tíma (frá kl:13:00 - 16:00) annað hvort í skylmingum undir stúku Laugardalsvallar eða hafnarbolta á Tröllatúni rétt hjá Hreyfingu (Glæsibæ).

Fyrsta degi ólympíuvikunnar lauk svo með miðnæturhlaupinu. Hátt í 2000 þúsund manns tóku þátt í hlaupinu í ár. Í boði voru hálfmaraþon, 10 km og 5 km hlaup. Það má sjá nokkar svipmyndir úr hlaupinu hérna í myndaglugganum.

Minnum á heimasíðuna fyrir ólympíudaginn - www.olympiuleikar.com

Myndir með frétt