Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Hið vinsæla sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ framundan

18.06.2013

Sumarfjarnam 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst á næstu vikum og stendur skráning yfir.  Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár, margir sem sjá sér hag í því að taka þetta nám á sumrin.  Sumarið 2012 voru 43 nemendur/þjálfarar sem hófu nám á 1. stigi!  Hvað gerist í ár?  

Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 24. júní nk. og fjarnám 2. stigs hefst mánudaginn 8. júlí.  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer og að sjálfsögðu á hvort námskeiðið er verið að skrá.  Þátttökugjald á 1. stigið er kr. 25.000.- en kr. 18.000.- á 2. stigið og eru öll námskeiðsgögn innifalin.  Námið á 1. stigi tekur 8 vikur en 5 vikur á 2. stigi.  Námið er allt í fjarnámi, það eru engar staðbundnar lotur.

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun beggja stiga gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Allir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru gjaldgengir á 1. stigið og til að komast á 2. stig þarf þátttakandi að vera 18 ára, hafa lokið 1. stigi hjá ÍSÍ, hafa 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari/leiðbeinandi og gilt skyndihjálparnámskeið.  Sérgreinahluta þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsamböndum.  Námið á 1. stigi samsvarar ÍÞF 1024 í framhaldsskólum landsins og er því metið í báðar áttir, milli ÍSÍ og framhaldsskólanna.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ eru fúslega veittar hjá Viðari Sigurjónssyni skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

Sjá einnig á isi.is