Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Góð þátttaka í kvennahlaupinu í dag

08.06.2013Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, í dag, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1400 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í 10 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman.

Að þessu sinni var Sigríður Axels Nash elsti þátttakandinn sem tók þátt í hlaupinu í Garðabæ. Sigríður er fædd árið 1919 og er því 94 ár gömul. Sígríður fékk grip sem ÍSÍ og Stjarnan gáfu til minningar um Lovísu Einarsdóttir, íþróttakennara og upphafskona Kvennahlaupsins, en Lovísa lést fyrr á árinu.

Skoðið fleiri myndir á sjova.is

Myndir með frétt