Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Kvennahlaupið á morgun

07.06.2013

Á morgun, laugardaginn 8. Júní, fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 81 stað hérlendis og á 17 stöðum erlendis. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hlaupið verður frá Mosfellsbæ og á Akureyri kl. 11. en fjölmennasta hlaupið er jafnan í Garðabæ en þar verður hlaupið frá Flataskóla kl. 14:00. Skemmtidagskrá hefst við Flataskól í Garðabæ kl. 13:30 en þær hlaupalengdir sem í boði verða eru 2km, 5km og 10km.

Engin tímataka er í Kvennahlaupinu en hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og hvetja hver aðra áfram. Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á vef Sjóvá www.sjova.is en þar má einnig finna upplýsingar um tímasetningar hlaupa, lengdir og skemmtidagskrá á hverjum stað fyrir sig.

Kvennahlaupsbolirnir eru grænir í ár
Kvennahlaupsbolirnir í ár eru grænir með V hálsmáli og úr teygjanlegu DRI-FIT efni sem andar vel. Hægt er að kaupa hlaupabolina víða í forsölu, og þar með skrá sig í hlaupið, eins og t.d. hjá Útilíf, World Class og Hress. Sölustaði utan höfuðborgarsvæðisins er að finna hjá tengiliðum á hverjum hlaupastað víða um land. Einnig er hægt að skrá sig til leiks á hlaupastað á hlaupadaginn. Þátttökugjaldið er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri en innifalið í því er bolurinn og verðlaunapeningur við endimörk hlaupsins. Auk þess fá allir þátttakendur einnig glaðning frá NIVEA og Ölgerðinni.