Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Viðar áfram formaður ÍHÍ

04.06.2013

Ársþing Íshokkísambands Íslands var haldið sunnudaginn 26. maí sl. í fundarsölum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Fjörutíu og átta fulltrúar höfðu rétt til setu á þinginu en dagskrá þingsins var hefðbundin samkvæmt lögum sambandsins. Viðar Garðarsson var endurkjörinn formaður sambandsins en aðrir í stjórn eru Jón Þór Eyþórsson, Árni Geir Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Björn Davíðsson 
Sjálfkjörin í varastjórn voru Arndís Eggerz Sigurðardóttir, Óli Þór Gunnarsson og Arnar Þór Sveinsson.
Úr stjórn gengu Stefán Örn Þórisson og Margrét Ólafsdóttir sem verið hefur gjaldkeri sambandsins undanfarin ár. Þrír vinnuhópar voru hluti af þinginu en á þeim voru rædd mótamál kvenna og karla og svo mál er varða dómgæslu. Tvær breytingar voru gerðar á lögum sambandsins og munu uppfærð lög sambandsins verða birt á vefnum okkar fljótlega.
Samþykkt var ein ályktun þar sem skorað er á  á bæjarráð og bæjarstjórn Kópavogs að tryggja sem fyrst lóð og hefja  í framhaldi af því undirbúning að byggingu yfirbyggðs skautasvells í Kópavogi.
Fulltrúi ÍSÍ á fundinum var Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.