Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Helena Sverrisdóttir fánaberi Íslands

27.05.2013Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í Luxemborg var sett kl. 20 í kvöld og tókst vel til.  Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona var fánaberi Íslands og leiddi vasklegt lið Íslands inn á leikvanginn.  Hátíðin var litrík og skemmtileg.  Fjölmenn atriðin endurspegluðu meðal annars íþróttagreinarnar á leikunum og Ólympíuhringina. Nú fer spennan að magnast því fyrsti keppnisdagur leikanna er á morgun og verða Íslendingar í eldlínunni í hinum ýmsu íþróttagreinum allt fram á kvöld.