Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Líf og fjör á skrifstofu ÍSÍ

23.05.2013Það var líf og fjör á skrifstofu ÍSÍ í gær þegar börn af Leikskólanum Lyngheimum í Grafarvogi komu í heimsókn.  Þau skoðuðu verðlaunagrip Íþróttamanns ársins og fengu að prófa að sitja við fundarborð framkvæmdastjórnar ÍSÍ og nota fundarbjölluna.  Þau voru einnig svo elskuleg að syngja fyrir starfsfólk ÍSÍ lagið „Ég syng”, sem Unnur Eggertsdóttir flutti í íslensku undankeppninni fyrir Eurovision.  Hress og skemmtilegur hópur þarna á ferðinni.