Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Hjólað í vinnuna var ræst í morgun

08.05.2013Hjólað í vinnuna rúllaði af stað í morgun. Þátttakendum var boðið að hjóla við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp, en á mælendaskrá voru: Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ,
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðarmanna.

Að ávörpum loknum hjóluðu gestir og þátttakendur átakið formlega af stað.