Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Góður fundur með UMSB um fyrirmyndarfélög

08.05.2013Stjórn UMSB og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri áttu góðan fund í Borgarnesi í gær í tengslum við nýsamþykkta framtíðarstefnu ungmennasambandsins.  Stefnan inniheldur m.a. samþykkt um að öll aðildarfélög UMSB verði orðin fyrirmyndarfélög ÍSÍ árið 2015.  UMSB hefur auk þess velt upp þeim möguleika að sambandið geti orðið fyrirmyndarsamband ÍSÍ.   Þessi mál fengu mikla umræðu á fundinum og ákveðið var að vinna áfram að þeim á næstu misserum.  Margt athyglisvert kom fram í umræðunum sem mun nýtast í þeirri vinnu sem framundan er í tengslum við framtíðarstefnu ungmennasambandsins sem og í vinnu ÍSÍ í tengslum við verkefnið fyrirmyndarfélag ÍSÍ.  Viðar hrósaði UMSB fyrir metnaðarfulla framtíðarstefnu og sagði mikla og faglega vinnu búa þar að baki sem og vilja til góðra verka.