Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna

07.05.2013Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna fer fram miðvikudaginn 8. maí 2013 frá 8:30 - 9:00 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Þátttakendur eru hvattir til að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og Árni Davíðsson, formaður LHM ávarpa gesti. DR. Bæk verður á svæðinu og fer yfir hjólin.

Allir velkomnir

Enn er hægt að skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna. Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér.