Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Þorgerður Laufey endurkjörin formaður Fimleikasambandsins

06.05.2013

Ársþing Fimleikasambands Íslands var haldið í ráðstefnusölum ÍSÍ í Laugardal laugardaginn 4. maí.  Þorgerður Laufey Diðriksdóttir var  endurkjörinn formaður sambandsins. Í stjórn FSÍ  voru kjörin þau Arnar Ólafsson, Einar Ólafsson, Jósep Húnfjōrð og Guðrún Dóra Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Guðrún Vaka Sigurðardóttir, Krístin Ívarsdóttir, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Hlín Bjarnadóttir.
Þingið var fjölmennt,  89 fulltrúar frá 7 héraðsamböndum og íþróttabandalögum mættu til þings og var unnið í 8 starfsnefndum.  Mikil hugur er í fimleikafólki vegna stórra verkefna sem framundan eru s.s Evrópumeistaramót i hópfimleikum sem halda á hér á landi 2014 og Smáþjóðaleikarnir á Íslandi 2015, þar sem fimleikar eru ein af keppnisgreinunum. Margar og góðar þingsályktanir voru samþykktar, s.s. ráðning sviðsstjóra fræðslumála og stofnun mótanefndar. 

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sótti þingið ásamt Gunnari Bragasyni og Sigríði Jónsdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ en Sigríður var einnig þingforseti.