Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Nýr formaður kjörinn hjá HSÍ

06.05.2013

56. ársþing HSÍ var haldið 30. apríl síðastliðinn og gengu þingstörf vel fyrir sig.
Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu. Þær breytingar sem lagðar voru fram og samþykktar lúta að orðalagi um fjölgun í deild  og mun framvegis fjölga í efstu deild miðað við 18 lið og árs aðlögun.  Það þýðir að fjölgun mun eiga sér stað ári eftir að fjölda er náð.
Velta sambandsins á árinu var 223.954.599.- og tap ársins 3.599.916.- . Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 17.481.736.-
Knútur Hauksson gaf ekki áfram kost á sér í formannsembættið og var Guðmundur B. Ólafsson kjörinn formaður sambandsins.
Kosið var um 4 stjórnarmenn til tveggja ára og voru kjörin þau Ásta Óskarsdóttir, Davíð B. Gíslason, Vigfús Þorsteinsson og Þorgeir Jónsson.
Kosið var um 3 varamenn til eins árs voru þau Hannes Karlsson, Ragnheiður Traustadóttir og Þorgeir Haraldsson kjörin. 

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sæmdi Knút Hauksson, fráfarandi formann HSÍ, Gullmerki ÍSÍ við þetta tilefni.