Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Vorfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ lokið

30.04.2013Vorfjarnámi 1. og 2. stigs ÍSÍ í alm, hluta þjálfaramenntunar er nú lokið.  Alls luku 33 nemendur námi að þessu sinni.  Nemendur eru búsettir víða um land og koma frá mörgum fjölbreyttum íþróttagreinum.  Þeir hafa nú rétt til að sækja sérgreinahluta þjálfaramenntunarinnar hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ.  Nemendur munu fá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang á næstu dögum.  Þjálfaraskírteinið er samræmt og fer sérgreinahluti námsins einnig inn á sama skírteini sem og næstu stig sem þjálfararnir taka.  Að auki þarf að setja inn á skírteinið staðfestingu á skyndihjálparnámskeiði og þjálfarareynslu á milli þeirra stiga sem tekin eru.

Næsta fjarnám ÍSÍ á báðum stigum verður í boði í sumar og mun væntanlega hefjast í júní.