Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ

29.04.201325. Ársþing Tennissambands Íslands var haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 23. apríl síðastliðinn. Formaður TSÍ, Helgi Þór Jónasson bauð þingfulltrúa velkomna og setti þingið, en alls sóttu það fulltrúar frá þremur sambandsaðililum, ÍBR, IBH og UMSK.  Tennis er stundaður hjá átta íþróttafélögum á landinu, þar af einu á Akureyri.
Formaður flutti ítarlega skýrslu um starfið s.l. starfsár og gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum sambandsins sem rekið var með hagnaði á s.l. starfsári. Í almennum umræðum á þinginu komu fram ýmsar ábendingar og hugmyndir um hvernig bæta megi stuðning sambandsins við félögin og almenna iðkendur.  Framlögð fjárhagsáætlun var samþykkt með lítilsháttar breytingum.
Helgi Þór var endurkjörinn formaður til næsta starfsárs, en aðrir í stjórn eru Þrándur Arnþórsson, Bragi Leifur Hauksson, Gunnar Þór Finnbjörnsson og Ásta Kristinsdóttir.  Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi ÍSÍ á þinginu, flutti kveðju forseta og framkvæmdastjórnar og var jafnframt þingforseti.