Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ársþing UÍA

18.04.2013

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands var haldið á Norðfirði sunnudaginn 14. apríl síðastliðinn.  Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður sambandsins en tvær breytingar urðu á stjórninni.  Þær Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Vilborg Stefánsdóttir gengu úr stjórn en í þeirra stað voru kjörnar Guðrún Sólveig Sigurðardóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. 

Hafsteinn Pálsson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og sæmdi hann þá Grím Magnússon og Þórodd Helgason Seljan með Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.  Á myndinni má sjá þá Hafstein og Þórodd en Grímur, sem er einn af forkólfum blakdeildar Þróttar á Neskaupsstað, komst ekki til þings vegna blakmóts sem hann var að vinna við.  Hafsteinn afhenti honum því merkið í íþróttahúsinu að viðstöddum keppendum í blaki.