Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Jóhann Másson nýr formaður JSÍ

16.04.2013

42. þing Júdósambands Íslands (JSÍ) fór fram laugardaginn 13. apríl í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Alls voru 40 þingfulltrúar mættir en 43 þingfulltrúar hafa rétt til setu á þinginu.  Haraldur Baldursson þingforseti stýrði þinginu af röggsemi. JSÍ fagnaði 40 ára afmæli fyrr á árinu og var þingið haldið í kjölfar Íslandsmeistaramóts JSÍ. Árið 2012 var viðburðarríkt hjá JSÍ en sambandið skilaði ríflega 2 m.kr. hagnaði. Magnús Ólafsson lét af störfum sem formaður en Magnús hefur verið formaður JSÍ samfleytt frá árinu 2002 eða í 11 ár og setið sem slíkur lengst alla fyrrum formanna JSÍ. Jóhann Másson var kosinn nýr formaður JSÍ.
 
Fulltrúar ÍSÍ á þingi JSÍ voru Friðrik Einarsson og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn og sæmdu þau Magnús Ólafsson Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir hans störf í þágu JSÍ en Magnús hefur verið viðloðandi starfsemi JSÍ frá stofnun þess 28. janúar 1973 til dagsins í dag.