Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Nýr formaður hjá UDN

10.04.2013

92. Sambandsþing UDN var haldið í Leifsbúð í Búðardal 8. apríl síðastliðinn. Góð mæting þingfulltrúa var á þingið. 
Finnbogi Harðarson lét af formennsku í sambandinu eftir 6 ára setu. Nýr formaður var kjörinn Kristján Garðarsson. Ingveldur Guðmundsdóttir var kjörinn gjaldkeri og Rebekka Eiríksdóttir, ritari. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Þór Guðmundsson og Kristján Ingi Arnarsson.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Garðar Svansson. Hann flutti þinginu kveðju frá Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórn og starfsfólki ÍSÍ.  Garðar sæmdi Finnboga Harðarson fráfarandi formann UDN með Gullmerki ÍSÍ fyrir vel unninn störf í þágu íþrótta.
Stjórn UDN veitti í fyrsta sinni, Hvatningarverðlaun UDN. Gönguhópurinn Stormur, félag eldri borgara var þess heiðurs njótandi að hljóta fyrstu útnefningu.  Íþróttamaður UDN var útnefnd Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, glímukona. 

Á myndinni má sjá Garðar Svansson fulltrúa ÍSÍ, Finnboga Harðarson fráfarandi formann, Kristján Garðarsson nýkjörinn formann UDN og Helgu Guðjónsdóttur formann UMFÍ.