Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014

09.04.2013

Á síðasta ári sótti ÍSÍ um styrki til Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014.  Ólympíusamhjálpin veitir Ólympíunefndum styrki vegna íþróttamanna og fékk Ísland styrki fyrir fimm íþróttamenn sem allir koma frá Skíðasambandi Íslands.  Nema styrkirnir 1.200 bandaríkjadölum (USD) á mánuði og er um allt að 14 mánuði að ræða, frá 1. janúar 2013 til 28. febrúar 2014.  Auk þessa er veittur ferðastyrkur að hámarki 5.000 USD vegna hvers þeirra.

Þeir íþróttamenn sem um ræðir eru:  María Guðmundsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson, Sævar Birgisson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson.

Heildarupphæð þessara styrkja getur því numið 107.000 USD sem er á gengi IKR þann 9. apríl 2013 rúmlega 12.7 m.kr.  Þess má geta að í lok janúar 2013, þegar tilkynning frá Ólympíusamhjálpinni barst til ÍSÍ var gengi íslenskrar krónu gagnvart bandaríkjadali mun hagstæðara og því er rétt að ítreka að óvíst er hver endanleg upphæð styrksins verður í íslenskum krónum.

Nýverið var fundað með styrkþegum og aðstandendum þeirra og þeim kynntir skilmálar styrkja Ólympíusamhjálparinnar.  Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin. 

Á myndinni eru (f.v.): Sævar Birgisson, María Guðmundsdóttir, Einar Kristinn Kristgeirsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Brynjar Jökull Guðmundsson.