Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ingvar áfram formaður ÍBR

02.04.2013

46. þing ÍBR  var haldið dagana 21. og 22. febrúar sl.  Tæplega 100 fulltrúar mættu til þings.
Tvær tillögur fengu mikla umræðu og þurfti að telja atkvæði til að fá niðurstöðu. Annarsvegar var það tillaga um umsókn um aðild að UMFÍ sem mikið var rætt um og hinsvegar lagabreytingartillaga sem kemur í veg fyrir að framkvæmdastjórar félaga geti boðið sig fram í stjórn ÍBR. Þingið samþykkti að endurnýja umsókn ÍBR um aðild að UMFÍ með naumum meirihluta en felldi tillöguna um að loka fyrir það að framkvæmdastjórar gætu setið í stjórn ÍBR með nokkrum yfirburðum.
Ingvar Sverrisson var endurkjörinn formaður ÍBR. Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn, þeir Haukur Þór Hauksson í framkvæmdastjórn og Haukur Þór Haraldsson í varastjórn. Þórdís Gísladóttir og Bjarnveig Guðjónsdóttir ákváðu að hætta stjórnarsetu og voru þeim þökkuð góð störf í þágu ÍBR.  Stjórnarmenn sem sitja áfram eru Örn Andrésson, Lilja Sigurðardóttir, Björn Björgvinsson, Gígja Gunnarsdóttir og Viggó H. Viggósson.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sótti þingið ásamt stórum hluta framkvæmdastjórnar ÍSÍ.