Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Kraftur í vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun

25.03.2013Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs almenns hluta er nú í fullum gangi.  Nemendur skila lokaverkefnum sínum eftir páska og ljúka þar með tilskyldum réttindum til íþróttaþjálfunar.  Góð þátttaka er í fjarnáminu og munu um 30 nemendur ljúka námi 1. stigs.  Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Sérgreinahluta námsins taka nemendur hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ eða sambærilegt nám.  Nám beggja stiga verður aftur í boði á sumarönn og haustönn 2013.  Nám í þjálfaramenntun ÍSÍ hefur notið mikila vinsælda undanfarin ár enda vaxandi kröfur gerðar af hálfu íþróttafélaga til menntunar og þar með réttinda þjálfara samkvæmt kröfum íþróttahreyfingarinnar.