Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Viðvörun frá WADA

24.03.2013Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA hefur orðið vart við efni kallað GW501516 sem er selt á svörum markaði og beint að íþróttamönnum. Aukaverkanirnar af þessu efni eru svo alvarlegar að WADA hefur tekið það sjaldgæfa skref að aðvara ,,svindlara” og gefið út viðvörun vegna þessa sérstaklega hættulega efnis sem virðist vera í umferð og greinst hefur í sýnum hjá íþróttafólki nú þegar. Efnið heitir GW501516 og er tilraunalyf sem rannsóknum var hætt á þegar alvarleg eitrunaráhrif þess komu í ljós í for-klínískum rannsóknum. Ekki hefur verið gefin út heimild til notkunar á efninu til lækninga og mun hún ekki verða gefin út. Sjá nánar á heimasíðu alþjóðalyfjaeftirlitsins hér.