Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Nýr formaður kjörinn hjá UMSS

19.03.201393 ársþing UMSS var haldið í Félagsheimilinu Melsgili sunnudaginn 17. mars síðastliðinn.
Ný stjórn var kjörin á þinginu og var Jón Daníel Jónsson kjörinn formaður sambandsins en aðrir stjórnarmenn eru Rúnar Vífilsson, Heiðrún Jakobínudóttir, Guðríður Magnúsdóttir og Guðmundur Þór Elíasson.  Varastjórn er skipuð þeim  Sigurjóni Leifssyni, Gunnari Gestssyni og Haraldi Þór Jóhannssyni.  Úr stjórn UMSS gengu Þröstur Erlingsson, Elisabeth Jansen ásamt Sigurjóni Leifssyni fráfarandi formanni sem gaf kost á sér í varastjórn áfram.
Garðar Svansson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og flutti hann kveðjur frá forseta ÍSÍ, stjórn og starfsfólki.  Hann hvatti nýja stjórn UMSS m.a. til að senda inn til ÍSÍ tilnefningar til heiðursveitinga og til að senda lög sín og sambandsaðila inn til ÍSÍ til staðfestingar og varðveislu.
Á myndinni er nýkjörinn formaður UMSS, Jón Daníel Jónsson.