Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Guðbergur kjörinn formaður AKÍS

19.03.2013

Fyrsta reglulega ársþing Akstursíþróttasambands Íslands var haldið laugardaginn 16. mars í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Sambandið var stofnað 20. desember 2012 og varð þar með 29. sérsamband ÍSÍ. 
Lárus Blöndal ákvað að gefa ekki kost á sér sem formaður áfram en bauð sig fram til varaformanns. Guðbergur Reynisson var kjörinn nýr formaður sambandsins. Auk þeirra voru kjörnir í stjórn Ari Jóhannsson, Einar Gunnlaugsson, Gunnar Hjálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Ragnar Róbertsson og Tryggvi M. Þórðarson.
Á þingið mættu fulltrúar frá 9 íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir auk fulltrúa frá viðkomandi héraðssamböndum og íþróttabandalögum.
Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hafsteinn Pálsson, sem einnig gegndi starfi þingforseta, og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sem flutti stutt ávarp og skilaði góðum kveðjum frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórn.  
Auk hefðbundinnar dagskrár ársfundar var fjallað um mál eins og umferðarlög og reglugerðir, reykingar á keppnisvæðum, tryggingamál, öryggismál, keppnisráð, laganefnd, keppnisgjöld ásamt málefnum LÍA.
Ársþingið samþykkti tvær ályktanir á þinginu, annars vegar áskorun á stjórnvöld vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga og hins vegar stuðningsyfirlýsingu vegna átaks Sameinuðu þjóðanna varðandi umferðaröryggi.  Sjá nánari upplýsingar á www.asisport.is.

Á myndinni er Hafsteinn Pálsson þingforseti að störfum í pontu.  Hjá honum sitja Lárus Blöndal fráfarandi formaður AKÍS, Guðbergur Reynisson formaður AKÍS og Þrándur Arnþórsson starfsmaður sambandsins.