Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fréttir frá ársþingi UMSE

19.03.2013Þing Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið laugardaginn 16. mars í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. 
Ágæt mæting var á þingið en af mættum fulltrúum voru yfir 60% að koma í fyrsta skipti á þing UMSE.  Á þinginu voru samþykktar breytingar á lögum félagsins ásamt reglugerðum um íþróttamenn og afrekssjóð.
Samþykkt var að taka Grjótglímufélagið, klifurfélag á Dalvík, inn í sambandið með fyrirvara um staðfestingu ÍSÍ á lögum félagsins.
Kristín Hermannsdóttir, varaformaður lét af störfum og Edda Kamilla Örnólfsdóttir var kjörin í hennar stað.
Í lok þings voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur íþróttamanna. Veitt voru starfsmerki UMSE og Íþróttamaður UMSE var heiðraður.
Garðar Svansson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og flutti hann kveðju frá Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórn og starfsfólki.