Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Hannes S. Jónsson áfram formaður KKÍ

18.03.2013Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 16. mars. Þingið var vel sótt en 106 fulltrúar frá 27 félögum og 3 héraðssamböndum/íþróttabandalögum mættu til þings.   Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður og með honum í stjórn munu sitja Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson Guðbjörg Norðfjörð, Guðjón Þorsteinsson, Páll Kolbeinsson og Rúnar Birgir Gíslason. Í varastjórn voru kjörin Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Karl Birgisson og Lárus Blöndal.
Síðasta rekstrarár sambandsins og var sambandið rekið með tapi.  Það helgast m.a. af miklum kostnaði vegna þátttöku landsliða KKÍ í alþjóðlegum mótum.
Fjölmörg mál voru til umræðu á þinginu og voru miklar umræður í nefndum á föstudagskvöldið.  Meðal breytinga var samþykkt um fjölda erlendra leikmanna í efstu deild karla. Frá og með næsta tímabili má einungis vera einn erlendur leikmaður inn á vellinum í einu. Verður þá sama fyrirkomulag í efstu deild karla, efstu deild kvenna og næst efstu deild karla.
Þá var fyrirkomulagi í fyrirtækjabikar breytt og verður hann nú leikinn fyrir upphaf Íslandssmóts og er átta liða úrslitum bætt við.
Stúlknaflokkur og 11. flokkur verður leikinn í deildarkeppni í stað fjölliðamóts áður.
Nýjar reglugerðir munu verða birtar á vef KKÍ í vikunni.
Helga Steinunn Guðmundsdóttur ritari ÍSÍ og þeir Hafsteinn Pálsson og Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.