Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Guðríður áfram formaður HSK

13.03.2013

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið í Aratungu laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Um 100 manns mættu til þings og var þingið starfssamt. Alls voru samþykktar 23 tillögur á þinginu. Sambandið er vel rekið, er skuldlaust og eigið fé þess rúmar 15,5 m.kr.  Venju samkvæmt var glæsileg ársskýrsla lögð fram á þinginu en árskýrslur HSK eru mikil söguleg heimild um starf innan sambandsins.

Öll stjórn HSK var endurkjörin en hana skipa Guðríður Aadnegard formaður, Örn Guðnason varaformaður, Hansína Kristjánsdóttir gjaldkeri, Bergur Guðmundsson ritari og Fanney Ólafsdóttir meðstjórnandi. Varastjórn skipa Lára Bergljót Jónsdóttir, Anný Ingimarsdóttir og Guðmundur Jónasson.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Jón Gestur Viggósson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.  Á myndinni er Guðríður Aadnegard formaður HSK í pontu.