Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Golfklúbbur Suðurnesja fyrirmyndarfélag ÍSÍ

11.03.2013Golfklúbbur Suðurnesja fékk endurnýjun viðurkenningar klúbbsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 7. mars síðastliðinn í inniaðstöðu félagsins að Hafnargötu 2 í Keflavík.  Viðurkenningin gildir til fjögurra ára en þá þarf að sækja um endurnýjun hennar á ný.  Það var Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti þeim Gunnari Jóhannssyni framkvæmdastjóra golfklúbbsins og Inga Rúnari íþróttastjóra viðurkenninguna.  Auk þeirra var æfingahópur á vegum GS sem veitti viðurkenningunni viðtöku.  Myndin er af Sigríði Jónsdóttur og æfingahópnum.