Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Eftirlit með fæðubótarefnum

04.03.2013

Á síðustu misserum hafa komið fram allnokkrar tilkynningar frá Matvælastofnun er varða fæðubótarefni. Flestar tilkynningarnar varða fæðubótarefni er innkölluð eru vegna þess að þau reynast innihalda lyf. Hægt er að skrá sig á póstlista MAST og fá sendar tilkynningar í tölvupósti um atriði er snúa að starfssviði stofnunarinnar.

Minnt er á að íþróttamenn er stunda íþróttir innan aðildarfélaga ÍSÍ geta átt von á því að vera boðaðir í lyfjapróf hvar og hvenær sem er. Íþróttamenn eru ábyrgir fyrir hverju því er finnst í sýninu óháð því hvernig það barst í líkamann. Mikilvægt er því að íþróttamenn taki vara á sér við neyslu lyfja og fæðubótarefna. Hægt er að sækja um undanþágu fyrir notkun lyfja er innihalda efni af bannlista, sjá hér.

Nánar má lesa um fæðubótarefni á vef MAST, sjá hér. Yfirlit yfir innkallanir má einnig finna á heimasíðunni, sjá hér.