Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins í dag

01.03.2013

Nú er hvatningarleik grunnskólanna og vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu í ár lokið og var þátttakan frábær.  Verðlaunaafhending fer fram í dag, föstudaginn 1. mars kl: 12:10-13:00 í hátíðarsal KSÍ 4. hæð í Laugardalnum.
Liðsstjórum er boðið að taka með sér 2-3 liðsmenn og þiggja léttar veitingar í boði Ávaxtabílsins.
Um 6,7% aukning var í vinnustaðakeppninni. 471 (457) vinnustaður með 1648 (1542) liðum skráðu 12.492 (11.706) liðsmenn til leiks.
Í grunnskólakeppninni skráðu 49 (41) skólar með 545 (467) bekki, 8.198 (8.238) nemendur til leiks.
Tölurnar innan sviga eru frá 2012.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og samstarfsaðilar óska öllum lífshlaupurum til hamingju með árangursríkt og ánægjulegt Lífshlaup.
Um leið og við þökkum fyrir frábæra þátttöku hvetjum alla til að halda áfram að hreyfa sig og nota vefinn til þess að halda utan um sína hreyfingu.