Nýr formaður Íþróttabandalags Suðurnesja
25.02.2013
Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja fór fram í Golfskálanum í Grindavík 18. febrúar síðastliðinn. Þingið var vel sótt og áttu öll virk félög í sambandinu þar fulltrúa. Gunnlaugur Hreinsson sem hefur verið formaður sambandsins með hléum í 20 ár, nú síðast samfellt í 8 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Nýr formaður til eins árs var kjörinn Gunnar Jóhannsson. Á þinginu var samþykkt ný reglugerð um lottóskiptingu en einnig var samþykkt að endurskoða lög ÍS og leggja fram nauðsynlegar breytingar á næsta þingi sambandsins.
Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Sigríður Jónsdóttir úr framkæmdastjórn ÍSÍ. Ávarpaði hún þingið og flutti kveðjur forseta og framkvæmdastjórnar ÍSÍ.